Fyrir rúmum 30 árum upplifðu hópur skandinavískra húðsjúkdómalækna (húðlækna) mikla þörf fyrir að þróa krem sem væri viðbótarmeðferð við exemi samhliða sterakremum. Þau ákváðu að þróa sérstakt krem fyrir mjög þurra, ertandi og viðkvæma húð og kölluðu það Locobase. Í dag er Locobase heil vörulína af vel þróuðum húðvörum, þar af er Locobase Repair mest keypta húðvörukremið í sænskum apótekum og er selt í yfir 25 löndum. Locobase er augljós valkostur fyrir þá sem þurfa eitthvað meira en venjulegar húðvörur til að halda húðinni mjúkri, sléttri og heilbrigðri.
Árangursrík húðumhirða fyrir alla fjölskylduna
Locobase húðvörur eru fáanlegar fyrir þurra og mjög þurra húð og hægt er að nota þær í mismunandi tilgangi fyrir daglega og árangursríka húðumhirðu fyrir alla fjölskylduna, jafnvel ungabörnin. Locobase vörurnar bjóða upp á fjölbreytilega notkun, svo sem á þurra bletti á öllum líkamanum, frostbitnar kinnar og sprungnar varir, auk viðbótar meðferðar fyrir húð sem sýnir ofnæmisviðbrögð og rauða barnsrassa. Locobase vörurnar eru tilvaldar fyrir fólk sem er með viðkvæma húð eða með útsetta húð sem verður fyrir miklu álagi. Locobase húðvörurnar innihalda vandlega valin innihaldsefni og eru án ilm- og litarefna.
Það sem aðrir eru að segja um Locobase
Nokkrar klínískar rannsóknir hafa staðfest það sem húðsjúkdómalæknar okkar hafa þekkt í 30 ár – Locobase vörur eru góðar fyrir húðina og eru frábærar til að bera á þurra, sprungna og skaddaða húð. Í sænskri notendarannsókn þar sem yfir 400 manns með þurra húð fengu að prófa Locobase Repair mæltu yfir 93% með vörunni. Þátttakendurnir bentu á að það klístrast ekki, kremið er drjúgt, áhrifaríkt gegn þurri húð. frásogst vel inn í húðina og hægt er að nota það í fjölbreytilegum tilgangi.
Í danskri notendarannsókn kom einnig í ljós að Locobase var vinsælasta húðvaran meðal fólks með ofnæmishúðbólgu (exem). Þátttakendurnir svöruðu því að þeir vildu nota Locobase vegna þess að þeim fannst það áhrifaríkast og hefur hátt fituinnihald. Að auki voru nokkrir sem höfðu fengið meðmæli frá læknum eða húðsjúkdómalæknum.
Auk þess að fá hæstu einkunn frá neytendunum sjálfum er mælt með Locobase af heilbrigðisstarfsfólki og starfsmönnum apóteka og af norrænu astma- og ofnæmissamtökunum. Það köllum við húðvörur sem þú getur treyst á!
Mælt með af norrænu astma- og ofnæmissamtökunum.
Við erum stolt af því að mælt er með Locobase vörunum okkar af norrænu Astma- og ofnæmissamtökunum. Það segir okkur að vörurnar standist háar kröfur. Ef þú vilt vita meira um ofnæmisvænar vörur, exem eða húðofnæmi getur þú heimsótt astma-allergi.dk eða eksemskolen.dk.