Fara í efni
faq-hero-mobile

Locobase® – Húðvörur sem þú getur treyst

FAQ – Algengar spurningar og svör

Hvað er Locobase og við hverju er það notað?

Locobase húðvörurnar eru fyrir þurra og mjög þurra húð og hægt er að nota þær í ýmsum tilgangi fyrir daglega og árangursíka húðumhirðu fyrir alla fjölskylduna, jafnvel ungabörnin. Locobase vörurnar bjóða uppá fjölbreytilega notkun svo sem á þurra bletti á öllum líkamanum, frostbitnar kinnar og sprungnar varir. Auk viðbótar húðumhirðu fyrir húð sem fær ofnæmisviðbrögð og fyrir rauða barnsrassa. Locobase vörurnar eru tilvaldar fyrir fólk sem er með viðkvæma og útsetta húð.

Hvað inniheldur Locobase?

Locobase húðvörurnar eru sérstaklega þróaðar fyrir húðvandamál og þær innihalda vandlega valin innihaldsefni. Engin ilm- og litarefni.

Eru Locobase vörurnar prófaðar á dýrum?

Ekkert af snyrtivörum Karo Pharma eða hráefnum þeirra hefur verið prófað á dýrum – Þetta er bæði ólöglegt innan ESB og gengur gegn stefnu Karo Pharma.

Algjört bann er við prófunum á dýrum í þróun snyrtivara til sölu í ESB.

  • Prófanir á fullunnum snyrtivörum á dýrum í löndum ESB hafa verið bannaðar síðan 11.september 2004.
  • Frá 11.mars 2009 hefur einnig verið óheimilt að selja snyrtivörur og hráefni sem prófuð eru á dýrum í öllum ESB-löndunum.

Afhverju fær húðin þurrk og sprungur?

Húðin fær vökva innan frá og vökvinn er bundinn við yfirborð húðarinnar með hjálp frá þunni húðvörn sem samanstendur af dauðum, keratínuðum húðfrumum sem einnig eru kallaðar hornhimnufrumur. Vörnin stjórnar uppgufun og hleypir í gegn nægum raka til að húðin sé mjúk, slétt og heil. En húðin verður fyrir álagi á hverjum degi sem eyðir upp og slítur vendandi fituvörnina en þá er hætta á að hún verði ekki heil og þá eykst uppgufunin. Á sama tíma skerðist vörn húðarinnar með ertandi og ofnæmisvaldandi efnum. Það getur tekið nokkra daga fyrir vörnina að koma í stað náttúrulegrar fitu húðarinnar og ef hún fær ekki tækifæri til að jafna sig er hætta á að húðin verði þurr og ert til langs tíma, sem getur leitt til alvarlegra húðvandaála eins og exems.

Hvernig hugsa ég um þurrar og sprungnar hendur?

Það er ekki hægt að gera neitt gegn því sem maður erfir en með því að bera á hendurnar rakagefandi kremi nokkrum sinnum á dag er hægt að koma í veg fyrir þurrk og fá mjúkar hendur allt árið um kring, óháð aldri. Góð þumalputtaregla er að því þurrari sem húðin er því feitara krem þarf hún. Eitt af mörgum góðum ráðum er að bera á hendurnar Locobase Repair krem á kvöldin og setja á sig þunna bómullarhanska áður en þú ferð að sofa. Berið á hendurnar aftur á morgnana með Locobase Repair sem veitir strax langvarandi rakagjöf og settu á þig bómullarhanska undir venjulega vettlinga þegar þú ferð út/í vinnuna en kremið mun þá virka lengur. Nuddaðu umframmagninu inn í húðina og forðastu að þvo hendurnar í smá tíma og húðin mun hafa vörn sem varir allan daginn. Endurtakið í nokkra daga í röð eða þar til þurrkurinn er horfinn.

Hvernig forðast ég þurra fætur með sprungnum hælum og harðri húð?

Þar sem fæturnir styðja við allan líkamann er mikilvægt að sjá um þá til að okkur líði vel. Með þessum einföldu ráðum getur þú fengið mjúka og fallega fætur fljótt.

  • Veldu skó sem laga sig að þínum fótum og með góðum púðum, og forðastu að ganga á háum hælum eða skóm með opinn hæl í langan tíma.
  • Veldu skó sem aðlaga sig að þínum fótum, með góðri dempun og forðastu að ganga í hælum eða opnum skóm í langan tíma.
  • Límið saman sprungur með sáralímbandi til að auðvelda bataferlið.
  • Berðu reglulega Locobase Repair krem á fæturnar, helst tvisvar á dag fyrstu tvær vikurnar.
  • Farðu í heitt, rakagefandi fótabað sem mýkir þurra húð einu sinni í viku. Pússaðu varlega af harða húð strax eftir bað og berðu síðan á fæturnar Locobase Repair krem.
  • Sofðu í sokkum ef fæturnir eru mjög þurrir.

Ég hef heyrt að það eigi að forðast krem sem innihalda vatn á veturna. Á ég að þora að bera á mig þó það sé kalt úti?

Það er rétt að þú ættir að forðast krem sem inniheldur vatn ef þú ert viðkvæm/ur og það er kalt úti. Fyrir mjög þurra og viðkvæma húð mælum við með því að nota krem sem inniheldur mikla fitu, a.m.k. 60% eins og Locobase Protect.

Sama hvaða krem þú notar er mikilvægt að þú berir á húðina nokkrum mínútum áður en þú ferð út, svo að kremið hafi tíma til að fara inn í húðina. Við mælum með að bera á húðina að minnsta kosti 20 mínútum áður en þú ferð út.