Fara í efni

Locobase Repair

Viðgerðarkrem fyrir mjög þurra og sprungna húð

5 g, 30 g, 50 g och 100 g. Fitumagn: 63 %

Locobase Repair er í sérstöku uppáhaldi hjá mörgum viðskptavinum og hefur verið notað í kynslóðir gegn mjög þurri og sprunginni húð, auk viðbótar húðumhirðu við exemi og útbrotum.
Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að Locobase Repair er áhrifaríkt krem fyrir húðumhirðu. Notkunarsvæðin eru mörg svo sem frostbitnar kinnar, sprungnar varir og þurrir blettir á öllum líkamanum. Locobase Repair hefur húðvænt pH gildi og inniheldur samskonar fituefni og húðin framleiðir sjálf. Að sjálfsögðu er kremið án ilmefna.

  • Veitir langvarandi raka – virkar í allt að 24 klst.
  • Klínískt prófað
  • Áhrifaríkt og djúgt, enginn sviði.
  • Mælt með af norrænu Astma- og ofnæmissamtökunum